Innlent

Standa við loforð um fasteignalán

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn muni standa við kosningaloforð sitt um að hækka lán Íbúðarlánasjóðs upp í 90 prósent af íbúðarverði á næstunni. Þetta kom fram í ræðu Halldórs sem hann hélt á haustfundi landsstjórnar og þingflokksins í Borgarnesi í dag. Haldór sagði að félagsmálaráðherra mundi á fyrstu dögum haustþings mæla fyrir lagafrumvarpi þar sem 90 prósenta lánin verði innleidd. Halldór sagði það fagnaðarefni að bankar og sparisjóðir væru nú farnir að bjóða sambærileg vaxtakjör og Íbúðalánasjóður, en sagði marga spyrja hvernig á því standi að bankarnir hafi ekki löngu verið búnir að þessu. Halldór tekur við embætti forsætisráðherra á miðvikudag. Hann sagði í niðurlagi ræðu sinnar að Framsóknarflokkurinn hefði notið trausts íslenskra kjósenda í 90 ár vegna þess að honum hefði blessunarlega tekist að halda í við breyttan tíðaranda og stundum tekist að vera á undan tíðarandanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×