Innlent

Ráðherra sakar hagfræðinga um rugl

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra brást öndverður við sparnaðarhugmynd hagfræðings við háskóla Íslands og bað kennara við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að "vera frekar í hagfræði en pólitík." Tilefni ummæla ráðherrans sem hann lét falla í ræðu á fundi Framsóknarmanna í Borgarnesi eru ábendingar Tryggva Þórs Herbertssonar dósents í hagfræði í Morgunblaðinu í gær og fyrri gagnrýni Ragnars Árnasonar prófessors. Hagfræðingarnir bentu báðir á hvor með sínum hætti að spara mætti víðar en í velferðarkerfinu til dæmis í utanríkisþjónustunni. Skýrði Halldór frá því að niðurskurðarhnífurinn væri á lofti í utanríkisráðuneytinu. Verið væri að kanna auknar staðarráðningar starfsmanna sendiráða, uppsagnir bílstjóra sendiherra og sölu húsnæðis þeirra. Fullyrti hann að langstærstur hluti kostnaðar ráðuneytisins væri erlendis og ylli því engum áhrifum í íslensku hagkerfi. "Hagfræðingarnir ættu að snúa sér að hagfræðinni sem þeir kenna nemendum og vera ekki með þetta rugl í pólitík."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×