Innlent

Geir leysir Davíð af

Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytur ræðu Davíðs Oddssonar, verðandi utanríkisráðherra, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Davíð Oddsson sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann og Halldór Ásgrímsson myndu leysa hvorn annan af hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir stólaskipti þeirra í ríkisstjórn á morgun. Hins vegar yrði Halldór önnum kafinn við að semja stefnuræðu sína og kæmist ekki frá í heila viku. Geir myndi í leiðinni eiga tvíhliða fundi við utanríkisráðherra ýmissa annara ríkja sem hefðu verið undirbúnir fyrir fram, m.a. vegna framboðs Íslands til öryggisráðsins. Fjármálaráðherra sækir jafnframt fund Alþjóðabankans í sömu ferð. Geir H. Haarde sagði í viðtali við blaðið að ekki bæri að lesa neitt annað út úr þessu en að hann leysti Davíð af hólmi að þessu sinni. "Hann ákveður hvort einhver fari fyrir hann hverju sinni," sagði Geir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×