Innlent

Reikningsskil ráðherra ruglingsleg

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir reikningsskil iðnaðarráðherra vegna losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Kyoto-bókuninni ruglingsleg. Skipulagsstofnun hefur bent á að með rafskautaverksmiðju í Hvalfirði verði heimildir Íslands til að losa gróðurhúsalofttegundir samkvæmt bókuninni nærri fullnýttar en losun koltvísýrings frá verksmiðjunni eru áætluð um 125 þúsund tonn á ári. Í fréttum stöðvar 2 í gærkvöld hélt iðnaðarráðherra því hins vegar fram að það kæmi ekki í veg fyrir álver á Norðulandi þar sem mengun af rafskautaverksmiðju reiknist ekki sem stóriðjukvóti og færi því á annan reikning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir þann reikning, eða almennan kvóta, einnig nær fullnýttan. Hann segir iðnaðarráðherra ekki hafa haft rétta tölu fyrir framan sig því miðað við núverandi stóriðjuáform sé ekki neitt svigrúm til að bæta við álveri á Norðurlandi. Ísland fékk undanþágu fyrir 1600 þúsund tonn af koltvísýringi árlega og nú er aðeins 61 þúsund tonn eftir að sögn Árna. Hann segir að nema ráðherra ætli að fara á svig við Kyoto-bókunina og hafa hana að engu þá er ekki svigrúm fyrir álver fyrir norðan.  Aðspurður um þá tvo reikninga sem iðnaðarráðherra talar um segir Árna það út af fyrir sig rétt vegna undanþágunnar en hún sé nánast uppurin. Því sé svolítið óljóst um hvað ráðherrann sé að tala og virðist að hún viti hreinlega ekki um hvað sé að ræða segir Árni. Hægt er að hlusta á viðtal við Árna úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×