Innlent

Hefur ekki áhyggjur af þenslu

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur af og frá að hætta þurfi við einstakar framkvæmdir vegna hættu á þenslu í hagkerfinu. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir teldu að framkvæmdir við Sundabraut myndu valda þenslu. "Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1. október og þá kemur í ljós hvaða áform eru um framkvæmdir á vegum ríkisins. Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á forsendum sem ríkisstjórnin notar til að leggja á ráðin um ríkisútgjöldin og þar er að sjálfsögðu tekið tillit til ytri aðstæðna. Um þetta er ekkert hægt að segja fyrr en frumvarpið er komið fram og fjarri lagi að líta til einstakra verkefna í vegagerð sem þensluvaldandi," segir Sturla. Hann segir að þau tilboð sem samgönguráðuneytið hafi fengið í verkefni upp á síðkastið bendi ekki til þess að eftirspurn í hagkerfinu sé óeðlilega mikil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×