Hægriöfgaflokkur sigurvegari 20. september 2004 00:01 Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira