Innlent

Milljarði meira til utanríkismála

Framlög ríkisins til utanríkisráðuneytisins jukust úr 2.6 milljarði króna á núgildi, fyrsta ár Halldórs Ásgrímssonar í embætti utanríkisráðherra, í 6.5 milljarða á fjárlögum 2005, þeim síðustu sem unnin eru í ráðherratíð hans. Útgjöld ráðuneytisins munu þar með aukast um einn milljarð miðað við fjárlög þessa árs. Mestu munar um 700 milljóna króna aukningu framlaga til þróunarmála í hækkun framlaga til utanríkisráðuneytisins. Hækkun útgjalda til friðargæslu og þróunaraðstoðar skýra töluverðan hluta útgjaldahækkunar í tíð Halldórs. Útgjöld til friðargæslunnar meir en þrefölduðust, fóru úr 83 milljónum í 311, miðað við 2003. Þróunaraðstoðin hefur nær fjórfaldast á sama tíma. Ef eingöngu er litið á rekstrarútgjöld sendiskrifstofanna hefur hann tvöfaldast í ráðherratíð Halldórs. Kostnaðurinn jókst úr 780 milljónum 1995 í tæpan 1.5 milljarð 2003 reiknað á verðlagi þess árs. Rekstar- stofn og viðhaldskostnaður sendiskrifstofa erlendis hafði tvöfaldast í árslok 2003, en þeim fjölgaði úr 13 í 21. Á ráðherratíð Halldórs hafa verið opnaðar sendiskrifstofur á 7 stöðum, í Maputo, Helsinki, Tókíó, Strassborg, Vínarborg, Ottawa, Winnipeg auk skrifstofu aðalræðismanns í New York. Þá hefur þróunarsamvinnustofnun hafið starfsemi í Namibíu, Úganda og Malaví. Nefnd var skipuð í febrúar síðastliðnum undir forystu Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns þáverandi utanríkisráðherra og skilaði hún tillögum til sparnaðar. Þar var bent á ákveðnar leiðir til að ná niður kostnaði til dæmis að staðarráða starfsmenn á dýrustu stöðum eins og Tókío og New York, ná niður símakostnaði, reka sendiherrabílstjóra og selja húsnæði.a.snaevarr@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×