Innlent

Geir stýrði fundi

Norrænu ráðherrarnir fjölluðu meðal annars um setu Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands. Norðurlönd hafa boðið sig fram til setu í öryggisráðinu fyrir annað hvort tímabil, en hvert þeirra varir í tvö ár í senn. Danmörk er í framboði fyrir tímabilið 2005 og 2006, en Ísland fyrir árin 2009 og 2010. Fjármálaráðherra mun ávarpa allsherjarþingið fyrir Íslands hönd síðdegis á föstudag. Hann mun einnig eiga fjölda tvíhliða funda með utanríkisráðherrum annarra ríkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×