Erlent

Náðarhögg ESB?

Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri. Talið er líklegt að Bretar felli stjórnarskránna í þjóðaratkvæðagreiðslu auk þess sem efasemdarmenn eru margir á Norðurlöndum. Þeir telja stjórnarskrána þýða að Evrópusambandið hætti að vera samband sjálfstæðra ríkja og breytist í sambandsríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×