Ráðherra harðorður um Hæstarétt 24. september 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira