Innlent

Þörf á umbótum innan Sþ

Íslensk stjórnvöld telja að þörf sé á umbótum á skipulagi Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega innan öryggisráðsins. Geir H. Haarde fjármálaráðherra fjallaði meðal annars um þetta í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seint í gærkvöld í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Geir sagði að Ísland myndi styðja það að öryggisráðið yrðið stækkað og að auk núverandi fimm fastaþjóða myndu Brasilía, Indland, Japan og Þýskaland fá fast sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Á myndinni ávarpar Geir H. Haarde allsherjarþingið í gær. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×