Gargandi þvæla segir Sveinn Andri 13. október 2005 14:41 Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira