Erlent

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra. Lögfræðingar frambjóðendanna hafa nú vikum saman legið yfir þrjátíu og tveggja síðna skjali sem í eru reglur kappræðnanna. Viðkvæmar samningaviðræður hafa jafnframt átt sér stað um þessar reglur. Báðir aðilar hafa þannig slegist og reynt með öllum ráðum að ná í gegn breytingum sem gætu fært þeim smá yfirburði. Lögfræðingar Bush hafa jafnframt farið fram á að ræðupúltin séu í nokkurri fjarlægð hvort frá öðru til þess að stærðarmunur frambjóðendanna sjáist sem minnst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×