Axarmaðurinn játar brot sitt 7. október 2004 00:01 28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land. Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land.
Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira