Axarmaðurinn játar brot sitt 7. október 2004 00:01 28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land. Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land.
Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira