Stálu fyrir milljónir
Hæstiréttur staðfesti eins og hálfs árs fangelsi yfir tveimur mönnum fyrir ýmis þjófnaðarbrot en mildaði dóm yfir þriðja manninum úr tólf mánuðum í átta. Mennirnir voru sakfelldir fyrir fjölda innbrota, meðal annars í tölvuverslanir, þaðan sem þeir stálu varningi og peningum alls fyrir milljónir króna. Sakaferill mannanna, sem er á aldrinum milli tvítugs og þrítugs, nær aftur nokkur ár.