Innlent

Sturla fyrirskipar rannsókn

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar síðasta haftið í Almannaskarðsgöngum var sprengt þrettán mínútum á undan áætlun. Sex starfsmenn sem voru við vinnu í norðanverðum skálanum urðu að kasta sér í jörðina til að forðast grjót sem þeyttist yfir þá við sprenginguna. "Það bendir allt til þess að þarna hafi orðið mjög alvarleg mistök hjá verktaka. Ég þakka guði fyrir að ekki varð slys," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. "Ég hef þegar óskað eftir því við vegamálastjóra að farið verði mjög vandlega ofan í þessa framkvæmd. Það er ljóst að svona óhöpp mega ekki verða. Það hlýtur að vera sú krafa sem við verðum að gera. Það verður að líta til þess bæði hvernig verktakinn hefur staðið að þessu, eftirlitsaðilar og starfsmenn Vegagerðarinnar. Það verður að læra af þessu á þann veg að svona atburður verði ekki. Þetta er algjörlega óforsvaranlegt og óviðunandi," segir Sturla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×