Innlent

Rússar í sókn

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og yfirmaður Landhelgisgæslunnar segir að koma rússneskra herskipa að ströndum Íslands sé til marks um að rússneski flotinn sé í sókn að nýju og landafræðin hafi ekkert breyst. Hins vegar telji íslensk stjórnvöld þetta ekki vera neina ögrun. Aðspurður um hvort koma Rússanna styrkti sjónarmið Íslendinga í varnar-viðræðum við Bandaríkjamenn sagði Björn: "Það er mín skoðun að hér eigi að vera tæki sem duga til að halda uppi eftirlit."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×