Innlent

Rússarnir ræddir í nefndinni

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkismálaráðuneytinu, var kallaður á fund utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst klukkan ellefu til að skýra samskipti ráðuneytisins við rússnesk stjórnvöld vegna rússnesku herskipanna á Þistilfjarðargrunni. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segist ekki telja ástæðu til að hafa áhyggjur af málinu en rétt sé að fylgjast með og fá upplýsingar um þau svör sem íslensk stjórnvöld hafi fengið um erindi skipanna hingað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×