Innlent

Rússar létu vita

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins skýrði frá því á fundi utanríkismálanefndar í  gær að rússnesk stjórnvöld hefðu skýrt íslenskum stjórnvöldum frá því að rússnesk skip yrðu á heræfingum undan Íslandsströndum. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar segir að skipin hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og erfitt að amast við þeim: "Rússar létu vita af komu skipana, þau eru að æfingum utan lögsögu okkar og svo fremi sem þau séu ekki að veiðum, rannsóknum eða framkvæmdum er ekki hægt að amast við þeim. Það liggja heldur engar upplýsingar um að kjarnorkuvopn séu um borð." Sólveig Pétursdóttir segir að utanríkismálanefnd muni fylgjast með málinu og embættismenn hafi skýrt frá því að íslensk stjórnvöld, þar með talin Landhelgisgæslan hafi auga með skipunum. "Þau eru hins vegar sögð fara eftir nokkra daga" segir Sólveig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×