Innlent

Lágtekjufólk greiðir tvo milljarða

Tuttugu og níu þúsund einstaklingar sem eru með hundrað þúsund krónur eða minna í tekjur á mánuði greiða rúma tvo milljarða í skatta á þessu ári, fyrir utan óbeina skatta. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að þetta fólk fái lítið sem ekkert úr skattalækkun ríkisstjórnarinnar. Sá fjórðungur þjóðarinnar sem hefur hæstar tekjur fær 2,5 milljarða með skattalækkunum en sá fjórðungur sem hefur lægstar tekjur fær 300 milljónir. Eitt prósent þjóðarinnar fær 88 prósent tekna sinna gegnum fjármagnstekjur, eða að meðatali um 54 milljónir á ári. Sama fólk fær að meðaltali sjö milljónir í launatekjur. Það greiðir samkvæmt því aðeins tólf prósent af tekjum sínum í skatta en fólk með lágar eða meðaltekjur greiðir 25-27 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×