Innlent

Aukin eignamyndun af hinu góða

Hugmyndin er mjög góð því hún leiðréttir þá mismunun sem námsmenn hafa búið við og felur í sér aukna eignamyndun hjá ungu fólki," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá hugmynd að ungt fólk muni geti nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til íbúðakaupa. "Fyrir ungt fólk er miklu meira virði að fá þetta fjármagn við 25 ára aldur heldur en við ævilok, auk þess sem það nýtur ávöxtunar af fjárfestingu sinni;" sagði Guðjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×