Fangar fela einelti 14. október 2004 00:01 Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira