Innlent

Gjöld til félagsmála hækka

Gjöld ríkissjóðs vegna félagsmála hækkuðu um 11,5 milljarða á milli ára og mest allra málaflokka, en um tveir þriðju hlutar allra útgjalda ríkisins fara til félagsmála. Gjöld ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins nema alls um 190 milljörðum króna og hækka um tæpa þrettán milljarða milli ára, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 7,8 milljörðum króna, eða um 4,4 prósentum. Þá hækkuðu greiðslur til heilbrigðismála um 3,8 milljarða, hækkun almannatrygginga nemur 3,2 milljörðum og gjöld vegna fræðslumála hækkuðu um 2,3 milljarða. Í heild eru greiðslurnar 6,3 milljörðum umfram áætlun fjárlaga og skýrast frávik einna helst af greiðslum til almannatrygginga sem eru 3,4 milljörðum umfram áætlun, sem að hluta til skýrist af tilfærslu milli mánaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×