Innlent

Grafið undan samningum

Alþýðusamband Íslands segir nýja verðbólguspá greiningadeildar Landsbanka Íslands staðfesta enn að grafið sé undan forsendum kjarasamninga. Gert var ráð fyrir 2.5% verðbólgu á næsta ári í kjarasamningum, 3.5% í forsendum fjárlagafrumvarpsins og Landsbankinn spáir nú stöðugt 3-3.5% verðbólgu til 2007. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir að ekki verði mikið eftir af þeim kaupmætti sem samið hefði verið um miðað við þessar spár. "Ég vil ekki slá föstu að kjarasamningum verði sagt upp í september á næsta ári. Hins vegar er ljóst að ekki er nægilegt aðhald í fjárlagafrumvarpinu enda aðeins gert ráð fyrir 1-1.75% tekjuafgangi." Gylfi segir slæmt að lagt sé upp með svo lítið aðhaldsstig í miklum hagvexti og jafnvel þensluhvetjandi skattalækkanir boðaðar. "Við höfum varað stjórnvöld við og það gerðum við líka 2000-2001 en þá rauk verðbólga upp og gengið hrundi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×