Innlent

Umboðsmaður neytenda

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni mælti í gær fyrir frumvarpi á alþingi um að stofnað verði sérstakt embætti umboðsmanns neytenda. Lagt er til að neytendahluti starfsemi Samkeppnisstofnunar verði færður undan henni og til nýs embættis talsmanns neytenda. Verkefni hans verði að veita fyrirtækjum nauðsynlegt aðhald gegn óheftri markaðsfærslu, hafa eftirlit með að lögum og reglum um neytendavernd sé fylgt, upplýsa neytendur um réttindi sín á markaði, tala máli neytenda og gæta hagsmuna þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×