Innlent

Uppgreiðslugjald leyfilegt

Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra segir uppgreiðslugjald ekki bannað í íslenskum neytendalögum og sama gildi um löggjöf í nágrannalöndunum. Ákvæði um þetta mætti að hluta rekja til tilskipana Evrópusambandsins. Í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu sagði viðskiptaráðherra að bankar hefðu ekki ótakmarkað svigrúm til gjaldtöku, það yrði að vera rökstudd ákvörðun þar sem sýnt væri fram á kostnað. "Það kemur vel til greina að setja frekari skorður við uppgreiðslugjaldi". Fyrirspyrjandinn Jóhanna Sigurðardóttir sagði að það gæti kostað 160 þúsund krónur að borga 8 milljóna skuld. "Það er óþolandi að fólki sé refsað svo harkalega fyrir að greiða skuldir sínar." Sagði Jóhanna svar ráðherra opið í báða enda þó bæri að fagna að til greina kæmi að setja frekari skorður við slíkri gjaldtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×