Erlent

Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu

"Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið. "Þegar horft er til sögunnar kemur í ljós að á undan Spánarveikinni árið 1919 og Hong Kong Asíuflensunni á sjöunda og áttunda áratugnum, kom upp fuglaflensa líkt og raunin er nú um stundir. Við vitum hins vegar ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn getur brostið á," sagði forstjóri WHO. Hann áréttaði að lönd hefðu búið sig undir faraldur og að aðildarlönd stofnunarinnar væru tilbúin með neyðaráætlanir þegar fregnir bærust af upphafi nýs flensuafbrigðis. "Viðbúnaðurinn nær ekki bara til þjóðríkja heldur einnig til lyfjafyrirtækja og framleiðenda bóluefna, þannig að við erum reiðubúin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×