Erlent

Neitar að viðurkenna ósigur

Svik og prettir voru víðsfjarri þegar önnur umferð forsetakosninganna í Úkraínu var endurtekin í gær. Viktor Júsjenko er öruggur sigurvegari í kosningunum en mótherji hans, Janúkovítsj, neitar að viðurkenna ósigur. Mikil fagnaðarlæti brutust út á sjálfstæðirtorginu í Kænugarði þegar ljóst varð að Júsjenkó hefði borið sigur úr býtum. Hann hlaut um fimmtíu og tvö prósent atkvæða, Janúkóvitsj forsætisráðherra fjörutíu og sex prósent. Síðast var talsvert um kosningasvik en ekki í þessari umferð, að sögn kosningaeftirlitsmanna sem fylgdust grannt með. Þó að sigurinn sé nokkuð afgerandi er ljóst að þjóðin er klofin og að í austurhluta landsins, þar sem íbúar eru margir hverjir af rússnesku bergi brotnir og fremur hliðhollir Viktor Janúkovítsj, eru menn fullir efasemda. Júsjenko virðist þó vera sér þess meðvitaður að á brattann verður að sækja og hefur m.a. lýst því yfir að hann vilji áfram rækta tengslin við stjórnvöld í Kreml. Megináhersla hans á þó að verða á efnahagsmál og umbætur, auk þess sem Júsjenkjó vill bindast Evrópusambandinu og Vesturlöndum almennt nánari böndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×