Áramótin að mestu slysalaus 1. janúar 2005 18:00 Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans. Flugeldar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans.
Flugeldar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira