Erlent

Sharon ræddi við Abbas

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hringdi fyrr í dag í Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseta Palestínu, til að óska honum til hamingju með sigurinn í kosningunum á sunnudag. Að sögn palestínsks ráðamanns ræddu þeir saman í um tíu mínútur en hann vildi ekki láta uppi hvert umræðuefnið var. Abbas hefur þegar lýst því yfir að hann vilji rétta Ísraelsmönnum sáttarhönd og hefja friðarviðræður á nýjan leik. Hjá Sharon kveður við nokkurn veginn sama tón en hann segir allar hugsanlegar umleitanir til friðar byggjast á því að Abbas taki hart á uppreisnarmönnum í Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×