Innlent

Utanríkismálanefnd má birta gögnin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að utanríkismálanefnd mætti sín vegna birta það sem henni sýndist um umræður um aðdraganda stríðsins í Írak. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór að hreinsa loftið með því að aflétta trúnaði af eigin ummælum í fundargerðum nefndarinnar. Halldór sagði það undir nefndinni komið og að ástæða væri til að rannsaka hvernig trúnaðargögn frá fundum nefndarinnar hefðu borist fjölmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×