Innlent

Vilja breyta lögum um eftirlaun

Forsætisráðherra vill breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins þannig að ekki verði lengur unnt að starfa á fullum launum og þiggja um leið eftirlaun. Guðmundur Árni Stefánsson, eini stjórnarandstæðingurinn sem studdi eftirlaunafrumvarpið, er sammála þessu.  Í fjölmiðlum undanfarið hefur verið greint frá þeim möguleika fyrrverandi ráðherra að þiggja eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins. Forsætisráðherra er ekki ánægður með þetta og vill breytingu. Hann segir aldrei hafa verið hugmyndina að þetta tæki til manna í föstu starfi hjá ríkinu. Guðmundur Árni var flutningsmaður að frumvarpinu og dró ekki til baka stuðning sinn eins og aðrir stjórnarandstæðingar þegar reiðialda reis í þjóðfélaginu vegna frumvarpsins. Hann segir ákvæðið arf liðins tíma og vill líka breytingu. Þingmaðurinn kveðst ekki hafa vitað að málum væri svona háttað fyrr en frá því var greint í fjölmiðlum á dögunum.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×