Enginn R-listi án samstarfsflokka
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist.
R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi.
Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann.
Skoðun

Átök Bandaríkjanna við Evrópu
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna
Aron Heiðar Steinsson skrifar

„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu
Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar

Gull og gráir skógar
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Afstaða háskólans
Björn Þorsteinsson skrifar

Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn
Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar

Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað
Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar

Eigandinn smánaður
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir
Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar

Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda?
Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar

Halla hlustar
Benedikt Ragnarsson skrifar

Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands
Hrannar Baldursson skrifar

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar