Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld 13. ágúst 2005 00:01 Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira