Einokunarhagnaður í fjarskiptin? 15. ágúst 2005 00:01 Ljósleiðarar - Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans Í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst ritar Sigrún Elsa Gunnarsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, grein þar sem hún segir heppilegt (væntanlega fyrir neytendur) að OR leggi ljósleiðaranet þar sem fyrir er öflugt ljósleiðarnet Símans. Eitthvað hefur Sigrún misskilið gagnrýni Símans á ljósleiðaravæðingu OR og virðist hún telja að Síminn óttist samkeppni frá OR. Síminn óttast ekki samkeppni, eins og Sigrún Elsa ýjar að í grein sinni. Síminn starfar á samkeppnismarkaði, býr yfir fullkomnum fjarskiptakerfum ásamt þekkingu á þjónustu og hefur þar af leiðandi forskot í samkeppni við OR sem hefur að kjarnastarfsemi sölu á rafmagni, hita og vatni. Aðalatriðið í málflutningi Símans í þessu máli er spurningin um hvort eðlilegt sé að Orkuveita Reykjavíkur fari út fyrir hefðbundið verksvið sitt og inn á fjarskiptamarkaðinn með þessum hætti. Fyrirtækið hefur einokun á sölu rafmagns og vatns á athafnasvæði sínu. Símanum þykir í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið nýti hagnað sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á sviði fjarskipta sem eru óskylt svið og þar sem hörð samkeppni ríkir. En Elsu til fróðleiks mun samkeppni um hylli viðskiptavina ekki snúast um ljósleiðara eða aðrar tæknilegar útfærslur. Það sem skiptir viðskiptavinina máli er að þeir fái örugga, einfalda og hagkvæma þjónustu hvort heldur er gegnum ljósleiðara eða eftir öðrum leiðum. Síminn er þegar að veita mikla þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi sitt og eftir öðrum tæknilegum leiðum enda eru fjarskipti kjarnastarfsemi Símans. Síminn notar þá leið að nýta núverandi lagnakerfi eins vel og kostur er. Í um tvo áratugi hefur Síminn lagt ljósleiðara með öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana og sveitarfélaga. Þannig hefur ljósleiðara eða rörum fyrir ljósleiðara verið komið í nánast öll hús sem byggð hafa verið hérlendis síðustu árin, auk fjölda eldri húsa sem tengst hafa ljósleiðarakerfinu þegar aðrar framkvæmdir hafa kallað á að grafa hafi þurft fyrir lögnum að húsunum. Um 57% allra heimila á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi Símans. Síminn mun halda áfram að byggja ljósleiðarakerfi sitt upp með þessum hagkvæma hætti. Jarðvinnan er stærsti kostnaðarliðurinn við ljósleiðaravæðingu heimilanna, eða yfir 75%. Til þess að lækka kostnað fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostnaði við ljósleiðaravæðinguna með nýtingu skurða sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug auk þess sem núverandi lagnir úreldast ekki í bráð. Síminn mun áfram leggja ljósleiðara með þeim hagkvæma og markvissa hætti sem notaður hefur verið og á meðan nýta núverandi fjarskiptakerfi. Slík ráðdeild sparar neytendum að auki verulegar upphæðir. OR mun aftur á móti grafa sérstaklega til þess að leggja ljósleiðarann og neytendur munu þurfa að borga þann viðbótarkostnað. Síminn hefur lagt áherslu á að nýta þær lagnir sem fyrir eru, enda anna þær vel háhraðasamböndum, Interneti, sjónvarpi og útvarpi, svo eitthvað sé nefnt, í mörg ár í viðbót. Tækniþróun undanfarinna ára hefur beinst að því að auka flutningsgetu símalína og jafnframt að þjappa gögnum. Þetta hefur orðið til þess að hægt er að senda sjónvarpsrásir með hefðbundnum símalínum eins og Síminn gerir nú með stafrænt sjónvarp til yfir fimmtíu þéttbýlisstaða á landinu. Fyrir lok þessa árs munu allt að 92% landsmanna hafa möguleika á að ná stafrænu gagnvirku sjónvarpi um kerfi Símans, með ljósleiðaraheimtaug eða símalínu. Tækniþróun undanfarinna ára hefur því dregið verulega úr núverandi þörf fyrir ljósleiðara og staðan er sú að engin þörf er á því að grafa upp heilu hverfin eða bæjarfélögin til þess eins að leggja ljósleiðara. Önnur tækni getur þjónað þörfum nútímans og mun gera það í talsvert langan tíma til viðbótar. Þann tíma er hægt að nota til að byggja upp fullkomið ljósleiðaranet á afar hagkvæman hátt og spara þannig milljarða króna sem annars eru sóttir í vasa neytenda með einum eða öðrum hætti. Eða eru Reykvíkingar og nærsveitamenn tilbúnir til þess að greiða hærra verð fyrir hita og rafmagn vegna ljósleiðaravæðingar OR? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ljósleiðarar - Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans Í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst ritar Sigrún Elsa Gunnarsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, grein þar sem hún segir heppilegt (væntanlega fyrir neytendur) að OR leggi ljósleiðaranet þar sem fyrir er öflugt ljósleiðarnet Símans. Eitthvað hefur Sigrún misskilið gagnrýni Símans á ljósleiðaravæðingu OR og virðist hún telja að Síminn óttist samkeppni frá OR. Síminn óttast ekki samkeppni, eins og Sigrún Elsa ýjar að í grein sinni. Síminn starfar á samkeppnismarkaði, býr yfir fullkomnum fjarskiptakerfum ásamt þekkingu á þjónustu og hefur þar af leiðandi forskot í samkeppni við OR sem hefur að kjarnastarfsemi sölu á rafmagni, hita og vatni. Aðalatriðið í málflutningi Símans í þessu máli er spurningin um hvort eðlilegt sé að Orkuveita Reykjavíkur fari út fyrir hefðbundið verksvið sitt og inn á fjarskiptamarkaðinn með þessum hætti. Fyrirtækið hefur einokun á sölu rafmagns og vatns á athafnasvæði sínu. Símanum þykir í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið nýti hagnað sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á sviði fjarskipta sem eru óskylt svið og þar sem hörð samkeppni ríkir. En Elsu til fróðleiks mun samkeppni um hylli viðskiptavina ekki snúast um ljósleiðara eða aðrar tæknilegar útfærslur. Það sem skiptir viðskiptavinina máli er að þeir fái örugga, einfalda og hagkvæma þjónustu hvort heldur er gegnum ljósleiðara eða eftir öðrum leiðum. Síminn er þegar að veita mikla þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi sitt og eftir öðrum tæknilegum leiðum enda eru fjarskipti kjarnastarfsemi Símans. Síminn notar þá leið að nýta núverandi lagnakerfi eins vel og kostur er. Í um tvo áratugi hefur Síminn lagt ljósleiðara með öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana og sveitarfélaga. Þannig hefur ljósleiðara eða rörum fyrir ljósleiðara verið komið í nánast öll hús sem byggð hafa verið hérlendis síðustu árin, auk fjölda eldri húsa sem tengst hafa ljósleiðarakerfinu þegar aðrar framkvæmdir hafa kallað á að grafa hafi þurft fyrir lögnum að húsunum. Um 57% allra heimila á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi Símans. Síminn mun halda áfram að byggja ljósleiðarakerfi sitt upp með þessum hagkvæma hætti. Jarðvinnan er stærsti kostnaðarliðurinn við ljósleiðaravæðingu heimilanna, eða yfir 75%. Til þess að lækka kostnað fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostnaði við ljósleiðaravæðinguna með nýtingu skurða sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug auk þess sem núverandi lagnir úreldast ekki í bráð. Síminn mun áfram leggja ljósleiðara með þeim hagkvæma og markvissa hætti sem notaður hefur verið og á meðan nýta núverandi fjarskiptakerfi. Slík ráðdeild sparar neytendum að auki verulegar upphæðir. OR mun aftur á móti grafa sérstaklega til þess að leggja ljósleiðarann og neytendur munu þurfa að borga þann viðbótarkostnað. Síminn hefur lagt áherslu á að nýta þær lagnir sem fyrir eru, enda anna þær vel háhraðasamböndum, Interneti, sjónvarpi og útvarpi, svo eitthvað sé nefnt, í mörg ár í viðbót. Tækniþróun undanfarinna ára hefur beinst að því að auka flutningsgetu símalína og jafnframt að þjappa gögnum. Þetta hefur orðið til þess að hægt er að senda sjónvarpsrásir með hefðbundnum símalínum eins og Síminn gerir nú með stafrænt sjónvarp til yfir fimmtíu þéttbýlisstaða á landinu. Fyrir lok þessa árs munu allt að 92% landsmanna hafa möguleika á að ná stafrænu gagnvirku sjónvarpi um kerfi Símans, með ljósleiðaraheimtaug eða símalínu. Tækniþróun undanfarinna ára hefur því dregið verulega úr núverandi þörf fyrir ljósleiðara og staðan er sú að engin þörf er á því að grafa upp heilu hverfin eða bæjarfélögin til þess eins að leggja ljósleiðara. Önnur tækni getur þjónað þörfum nútímans og mun gera það í talsvert langan tíma til viðbótar. Þann tíma er hægt að nota til að byggja upp fullkomið ljósleiðaranet á afar hagkvæman hátt og spara þannig milljarða króna sem annars eru sóttir í vasa neytenda með einum eða öðrum hætti. Eða eru Reykvíkingar og nærsveitamenn tilbúnir til þess að greiða hærra verð fyrir hita og rafmagn vegna ljósleiðaravæðingar OR?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun