Erlent

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október. Bush hitti Roberts í Hvíta húsinu í gærkvöldi og átti með honum fund sem stóð í hálftíma. Að sögn AP fréttastofunnar er útnefning Roberts í embætti forseta réttarins nánast eina leiðin til að tryggja, að öll 9 dómarasætin í réttinum séu skipuð þegar starfsemi hæstaréttar hefst að nýju í byrjun næsta mánaðar. Sætu aðeins 8 dómarar í réttinum gætu úrslit fallið 4-4 í umdeildum málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×