Miklir annmarkar á ákærunum 6. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira