Erlent

Kjörsókn góð í Japan

Japanir gengu til þingkosninga í dag. Þar er nú komið kvöld og kjörsókn hefur verið góð. Búist er við að Junichiro Koizumi forsætisráðherra styrki sig í sessi en kannanir sýna litla fylgissveiflu flokkanna. Kosningabaráttan hefur samt verið óvægin, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur gagnrýnt Koizumi harðlega fyrir flest í stefnu ríkisstjórnar hans, allt frá því að senda hersveitir til Íraks og fyrir hugmyndir um einkavæðingu póstkerfisins, sem er reyndar mun meira en póstsendingafyrirtæki því stór hluti Japana kýs að geyma allan sinn sparnað hjá póstinum. Úrslit kosninganna verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×