Tekist á í Baugsmáli 13. september 2005 00:01 Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“