Hver togaði í spotta? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. september 2005 00:01 Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun