Erlent

Merkel segist hafa skýrt umboð

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur í dag minnt Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga sósíaldemókrata, á það að hún hafi skýrt umboð til að mynda stjórn. Schröder hefur í dag reynt að fá frjálslynda demókrata til liðs við svokallað „umferðarljósabandalag“ með sósíaldemókrötum og græningjum. Slíku bandalagi hefur Guido Westerwelle, leiðtogi frjálslyndra demókrata, vísað alfarið á bug. Líklegra er talið að Angela reyni að lokka græningja Joscha Fischers á sitt band og mynda það sem kallað er „jamaíkustjórn“, enda einkennislitir þeirra þriggja flokka sem þá mundu mynda stjórnina þeir sömu og í þjóðfána Jamaíku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×