Erlent

Joschka Fischer hættir

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Græningja, lýsti því yfir síðdegis að hann ætlaði sér að draga sig í hlé í framlínu þýskra stjórnmála. „Stórum hluta af lífi mínu síðustu tuttugu árin er nú að ljúka,“ sagði Fischer á blaðamannafundi. Fischer sagðist ekki myndu sækjast eftir endurkjöri sem leiðtogi Græningja á þýska þinginu og gaf til kynna að hann ætlaði að snúa sér að öðru en stjórnmálum. Á sama tíma berast fréttir af því að leiðtogar stóru flokkanna, kristilegi demókratinn Angela Merkel og jafnaðarmaðurinn Gerhard Schröder, ætli að hittast á fimmtudag til að ræða möguleika á samsteypustjórn flokka sinna. Stjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna nyti mikils meirihluta á þýska þinginu en áður en að því kemur þurfa forystumenn flokkanna að setja niður ýmis deilumál þeirra. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×