Sagt í gamansemi segir Styrmir 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira