Skiptir engu fyrir framvinduna 24. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira