Þjófnaður á póstinum verður kærður 25. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir segir að þjófnaður á persónulegum tölvupósti hennar verði kærður til lögreglu í dag. Fyrirtækið Og Vodafone hýsi tölvupóst hennar en hún kunni engar skýringar á því hvernig hann komst í hendur fjölmiðla. Hana gruni helst að farið hafi verið inn á „server" eða vistunarsvæði þar sem póstinn var að finna. Hún segir þetta refsilagabrot og lögfræðingar muni vinna í málinu. Spurð hvort hún telji að þetta tengist málinu segist Jónína þekkja sitt heimafólk. Jónína segir þetta ekki í fyrsta sinn sem vitnað sé í persónuleg tölvubréf sem tengist málinu. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi t.a.m. vitnað orðrétt í tölvupóst sem fór á milli Jóns Geralds og blaðamanns Viðskiptablaðsins. Sá póstur hafi verið vistaður á X-net sem Jón Ásgeir ráði algerlega yfir, að sögn Jónínu. Jónína segir þó ekkert í málinu sem hún geti ekki staðið við. Hún hafi rætt við fjölmarga aðra um málið fyrri hluta ársins 2002 en séu nafngreindir í þeim tölvubréfum sem Fréttablaðið hafi kosið að birta, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Stefán Jón Hafstein, Sigmund Erni Rúnarsson og fleiri. Jónína segir að áður en hún hafi rætt málið við Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, hafi hún leitað ráða hjá öðrum, t.d. Sigmundi Erni, fréttastjóra Stöðvar 2, sem hún segir örugglega vita meira um viðskiptahætti Baugsmanna en nokkur annar á Íslandi. „Ég sat inni hjá honum í klukkutíma og hann var fyrstur manna til þess að heyra mínar áhyggjur um það hvernig þeir ætluðu að sölsa undir sig fyrirtæki og koma mönnum frá. Og hann hvatti mig til að halda áfram með málið," segir Jónína. Þá hafi hún boðið Ingibjörgu Sólrúnu og Stefáni Jóni heim til sín þar sem hún sýndi þeim tölvupóst frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds. Jónína segir þau ekki hafa átt orð til að lýsa því hvers konar hugsunarhátttur væri þarna á ferð. Ennfremur hafi hún rætt málið við Björgólf Guðmundsson. Jónína segist hafa viljað aðstoða Jón Gerald sem hafi séð fram á að missa aleiguna eftir þrettán ára starf fyrir Baugsfeðga. Þess vegna hafi hún hringt í Styrmi til að spyrja hvort hann vissi um einhvern lögfræðing og hann hafi nefnt einhver nöfn, þ.á.m. Jóns Steinars sem Jónína hafi svo látið Jón Gerald vita af. Hann hafi hins vegar orðið efins til að byrja með vegna vinskapar Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, því hann þóttist vita að Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson hefðu slík ítök inn í Sjálfstæðisflokkinn að honum yrði einfaldlega vísað frá. Aðspurð hvort sá Davíð sem nefndur sé í tölvupóstunum og Jónína vildi að hringdi í Jón Gerald sé Davíð Oddsson segir Jónína svo vera. Hann hafi aftur á móti aldrei hringt í Jón Gerald. Spurð hvort Davíð hafi brugðist á einhvern hátt við tilmælunum segir Jónína að hún hafi sjálf reynt að ná athygli hans með því að senda honum tölvupóst en Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður þáverandi forsætisráðherra, hafi endursent póstinn þar sem hann sagði að hann neitaði að opna skeytið og sagði að þetta væri ekki mál sem forsætisráðherra skipti sér af. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur sjálfur sagt að hans eina aðkoma að málinu hafi verið að vísa Jónínu og Jóni Gerald á lögfræðinginn Jón Steinar. Honum til ráðgjafar hafi verið vinur hans, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónína segir að það hefði verið siðferðilega rangt af henni að þegja yfir því hvernig henni fyndist forsvarsmenn Baugs „vera að sölsa undir sig allt landið". Jónína segir málið hafa lengri aðdraganda en fréttirnar gefi í skyn. Hún hafi þvert á móti gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir að sýna málinu ekki nægan áhuga og Morgunblaðið fyrir að fara of mjúkum höndum um feðgana. „Styrmir Gunnarsson er með öll gögnin og hann hlífir þeim alla daga,“ segir Jónína. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir segir að þjófnaður á persónulegum tölvupósti hennar verði kærður til lögreglu í dag. Fyrirtækið Og Vodafone hýsi tölvupóst hennar en hún kunni engar skýringar á því hvernig hann komst í hendur fjölmiðla. Hana gruni helst að farið hafi verið inn á „server" eða vistunarsvæði þar sem póstinn var að finna. Hún segir þetta refsilagabrot og lögfræðingar muni vinna í málinu. Spurð hvort hún telji að þetta tengist málinu segist Jónína þekkja sitt heimafólk. Jónína segir þetta ekki í fyrsta sinn sem vitnað sé í persónuleg tölvubréf sem tengist málinu. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi t.a.m. vitnað orðrétt í tölvupóst sem fór á milli Jóns Geralds og blaðamanns Viðskiptablaðsins. Sá póstur hafi verið vistaður á X-net sem Jón Ásgeir ráði algerlega yfir, að sögn Jónínu. Jónína segir þó ekkert í málinu sem hún geti ekki staðið við. Hún hafi rætt við fjölmarga aðra um málið fyrri hluta ársins 2002 en séu nafngreindir í þeim tölvubréfum sem Fréttablaðið hafi kosið að birta, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Stefán Jón Hafstein, Sigmund Erni Rúnarsson og fleiri. Jónína segir að áður en hún hafi rætt málið við Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, hafi hún leitað ráða hjá öðrum, t.d. Sigmundi Erni, fréttastjóra Stöðvar 2, sem hún segir örugglega vita meira um viðskiptahætti Baugsmanna en nokkur annar á Íslandi. „Ég sat inni hjá honum í klukkutíma og hann var fyrstur manna til þess að heyra mínar áhyggjur um það hvernig þeir ætluðu að sölsa undir sig fyrirtæki og koma mönnum frá. Og hann hvatti mig til að halda áfram með málið," segir Jónína. Þá hafi hún boðið Ingibjörgu Sólrúnu og Stefáni Jóni heim til sín þar sem hún sýndi þeim tölvupóst frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds. Jónína segir þau ekki hafa átt orð til að lýsa því hvers konar hugsunarhátttur væri þarna á ferð. Ennfremur hafi hún rætt málið við Björgólf Guðmundsson. Jónína segist hafa viljað aðstoða Jón Gerald sem hafi séð fram á að missa aleiguna eftir þrettán ára starf fyrir Baugsfeðga. Þess vegna hafi hún hringt í Styrmi til að spyrja hvort hann vissi um einhvern lögfræðing og hann hafi nefnt einhver nöfn, þ.á.m. Jóns Steinars sem Jónína hafi svo látið Jón Gerald vita af. Hann hafi hins vegar orðið efins til að byrja með vegna vinskapar Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, því hann þóttist vita að Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson hefðu slík ítök inn í Sjálfstæðisflokkinn að honum yrði einfaldlega vísað frá. Aðspurð hvort sá Davíð sem nefndur sé í tölvupóstunum og Jónína vildi að hringdi í Jón Gerald sé Davíð Oddsson segir Jónína svo vera. Hann hafi aftur á móti aldrei hringt í Jón Gerald. Spurð hvort Davíð hafi brugðist á einhvern hátt við tilmælunum segir Jónína að hún hafi sjálf reynt að ná athygli hans með því að senda honum tölvupóst en Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður þáverandi forsætisráðherra, hafi endursent póstinn þar sem hann sagði að hann neitaði að opna skeytið og sagði að þetta væri ekki mál sem forsætisráðherra skipti sér af. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur sjálfur sagt að hans eina aðkoma að málinu hafi verið að vísa Jónínu og Jóni Gerald á lögfræðinginn Jón Steinar. Honum til ráðgjafar hafi verið vinur hans, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónína segir að það hefði verið siðferðilega rangt af henni að þegja yfir því hvernig henni fyndist forsvarsmenn Baugs „vera að sölsa undir sig allt landið". Jónína segir málið hafa lengri aðdraganda en fréttirnar gefi í skyn. Hún hafi þvert á móti gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir að sýna málinu ekki nægan áhuga og Morgunblaðið fyrir að fara of mjúkum höndum um feðgana. „Styrmir Gunnarsson er með öll gögnin og hann hlífir þeim alla daga,“ segir Jónína.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira