Undrandi og hneykslaður 27. september 2005 00:01 "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist." Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist."
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira