Valgerður þingaði með Jónínu Ben. 29. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira