Yfirvöld á hættulegri braut 1. október 2005 00:01 "Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
"Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira