Brýtur Styrmir eigin reglur? 2. október 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira